Opnið gluggann Reikna afskriftir.
Reiknar afskriftir eftir tímabilum.
Keyrslan reiknar afskriftir samkvæmt skilgreiningum í keyrslunni. Taflan Eignaafskriftabók sem tengist eignunum er skilgreind afskriftaaðferðin, upphafsdagsetning afskriftanna og eignabókunarflokkinn sem notaður er í keyrslunni. Ef eignirnar í keyrslunni sem eru færðar með fjárhag (skilgreindum í afskriftabókinni sem notuð er í keyrslunni), flytur kerfið færslurnar í eignafjárhagsfærslubók. Að öðrum kosti flytur keyrslan færslurnar í eignafærslubók. Síðan er hægt, ef þörf reynist, að bóka í færslubókina eða leiðrétta færslurnar fyrir bókun.
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Afskriftabók | Velja skal afskriftabókarkóta afskriftabókarinnar til að nota í keyrslunni. |
Eignabókunardags. | Færið inn eignabókunardagsetningu sem á að nota í keyrslunni. Þessi dagsetning er notuð sem lokadagsetningu í afskriftaútreikningnum. Ef afskriftir voru bókaðar á eign er eignabókunardagsetningin á síðustu afskriftafærslunni notuð sem upphafsdagsetning í afskriftaútreikningi. Ef þetta er fyrsta afskriftafærslan fyrir eignina er taflan Upphafsdags. afskrifta, eins og hún er skilgreind í glugganum Eignaafskriftabækur, notuð sem upphafsdagsetning í afskriftaútreikningi. Bent er á að kerfið skilgreinir 28. febrúar eða 29. febrúar (eftir því hvort hlaupár er eða ekki) og 30. og 31. (aðra mánuði ársins) sem síðasta dag mánaðarins. Ef einhver þessara dagsetninga var til dæmis notuð í síðustu afskriftafærslunni og fyrsti dagur næsta mánaðar er færður í reitinn Eignabókunardags. í keyrslunni reiknar kerfið afskriftir einn dag. Með reitunum hér að neðan má tilgreina þann fjölda afskriftadaga sem notaður verður við útreikninga á afskriftum. |
Nota áskilinn fj. daga | Gátmerki er sett í þennan reit ef nota á dagafjöldann, sem tilgreindur er í reitnum fyrir neðan, í útreikningi á afskriftum. |
Áskilinn fj. daga | Hér er færð inn tala ef nota á þennan dagafjölda í útreikningi á afskriftum. (Það þarf einnig að setja gátmerki í reitinn fyrir ofan.) |
Bókunardags. | Færið inn bókunardagsetningu sem á að nota í keyrslunni. Hafi notandinn virkjað reitinn Nota sömu eign+fjárh.bók.dags. í töflunni Afskriftabók er hægt að skilja þennan reit eftir auðan og fylla aðeins út í reitinn Eignabókunardags.. Bókunardagsetningin afritast í færslubókarlínurnar sem verða til. |
Númer fylgiskjals | Þessi reitur er hafður auður ef sett hefur verið upp númeraröð fyrir eignabókarkeyrsluna í töflunni Númeraröð og færslubókin er auð. Keyrslan setur sjálfkrafa næsta tiltæka númer í röðinni í færslubókarlínurnar sem verða til. |
Færslutexti | Færa inn texta fyrir bókarfærslur sem verða til í runuvinnslunni. |
Setja inn mótreikning | Valið ef keyrslan á að setja mótreikninga sjálfkrafa inn í myndaða færslubók. Keyrslan notar reikningana sem skilgreindir eru í töflunni Eignabókunarflokkur. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |